50 milljónir í endurgerð á útivistarsvæði í Mjódd

Svæðið sem um ræðir er fyrir framan Breiðholtskirkju.
Svæðið sem um ræðir er fyrir framan Breiðholtskirkju. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd. Um er að ræða torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10.

Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga verksins er 50 milljónir króna.

Unnið verður áfram að undirbúningi og hönnun vegna síðari áfanga en verkið verður unnið í þremur áföngum að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Svæðið verður hellulagt og gróðurbeðum, leiksvæðum, bekkjum og lýsingu verður komið fyrir þar. Aspir verða fjarlægðar, enda hafa rætur þeirra farið illa með hellulagnir, og nýjum gróðri komið fyrir í stað þeirra.

Aspir voru gróðursettar fyrir einhverjum árum og hafa rætur þeirra …
Aspir voru gróðursettar fyrir einhverjum árum og hafa rætur þeirra farið illa með hellulögn. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Leiksvæði, bekkjum og lýsingu verður komið fyrir á svæðinu.
Leiksvæði, bekkjum og lýsingu verður komið fyrir á svæðinu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert