Í haldi vegna alvarlegs heimilisofbeldis

Maðurinn var handtekinn aðfaranótt laugardags.
Maðurinn var handtekinn aðfaranótt laugardags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvítugan karlmann aðfaranótt laugardags sem er grunaður um alvarlega líkamsárás í nánu sambandi. 

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Rannsóknardeild lögreglunnar hefur málið til meðferðar og er það jafnvel rannsakað sem tilraun til manndráps samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna fram til föstudagsins 25. október.

Uppfært kl. 13:05: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í hádeginu. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi miðsvæðis í Reykjavík eftir að tilkynning barst aðfaranótt laugardags. 

Árásarþoli, ung kona, var flutt á slysadeild. Rannsókn málsins miðar vel.

Tilkynning lögreglu: 

„Karlmaður um tvítugt var um helgina í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 25. október, á grundvelli rannsóknarhagsmuna á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás. Tilkynning um málið barst lögreglu aðfaranótt laugardags og var maðurinn handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni. Árásarþoli, ung kona, var fluttur á slysadeild. Rannsókn málsins miðar vel.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Fréttin hefur uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert