Kjarasamningur var undirritaður á fjórða tímanum síðustu nótt á milli fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Frá þessu er greint á vef embættis ríkissáttasemjara.
Félögin sem um ræðir eru: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.
Samningurinn gildir til 31. mars 2023.