Yfir þúsund reglugerðir felldar brott

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segja íslenskt regluverk verða að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Iðnaðarleyfi og leyfi til sölu notaðra bif­reiða verður lagt niður og af­nema á skrán­ing­ar­skyldu versl­ana og versl­un­ar­rekst­urs, auk þess sem yfir þúsund reglu­gerða á sviði sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar verða felld­ar brott. Þetta er meðal til­lagna sem fram koma í aðgerðaáætl­un um ein­föld­un reglu­verks sem kynnt­ar voru í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu í morg­un. 

Fram kom í máli Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, að ís­lenskt reglu­verk verði að vera aðgengi­legt og auðskilj­an­legt. 

100 eldri reglu­gerðir verða að átta nýj­um

Kristján Þór hef­ur fellt brott 1.090 reglu­gerðir á sviði sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar. Breyt­ing­arn­ar eru liður í ein­föld­un reglu­verks sem er for­gangs­verk­efni í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Verk­efnið er unnið í sam­ræmi við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem kveðið er á um að gert verði átak í ein­föld­un reglu­verks í þágu at­vinnu­lífs og al­menn­ings og lögð áhersla á skil­virka og rétt­láta stjórn­sýslu.  

Ein­föld­un­in er meðal ann­ars gerð með því að upp­færa, sam­eina og fella brott reglu­gerðir, þannig að rúm­lega 100 eldri reglu­gerðir á sviði sjáv­ar­út­vegs verða að átta nýj­um. Einnig er um að ræða reglu­gerðahreins­un sem fell­ir brott tíma­bundn­ar reglu­gerðir sem hafa ekki leng­ur gildi. Auk þess falla brott reglu­gerðir sem meðal ann­ars hafa verið sett­ar með stoð í lög­um sem þegar hafa verið felld úr gildi. 

„Með því að fella þess­ar reglu­gerðir brott er verið að  hreinsa til í reglu­verk­inu á sviði land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs. Þar með er öll­um þeim sem þurfa að fylgja því auðveldað að sjá í gegn­um skóg­inn,“ er haft eft­ir Kristjáni Þór í til­kynn­ingu. Á næst­unni verður unnið að enn frek­ari ein­föld­un reglu­verks.

Aðgerðirn­ar eru liður í fyrsta áfanga aðgerðaáætl­un­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til næstu þriggja ára sem lýt­ur að ein­föld­un reglu­verks.

Einföldunin er meðal annars gerð með því að uppfæra, sameina …
Ein­föld­un­in er meðal ann­ars gerð með því að upp­færa, sam­eina og fella brott reglu­gerðir, þannig að rúm­lega 100 eldri reglu­gerðir á sviði sjáv­ar­út­vegs verða að átta nýj­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Áformaðar laga­breyt­ing­ar í sam­ráðsgátt

Þór­dís Kol­brún seg­ir meg­in­verk­efni ráðuneyt­anna vera að horfa gagn­rýn­um aug­um á þær regl­ur sem hafa verið sett­ar og fækka þeim eins og mögu­legt er. „Slík ein­föld­un reglu­verks stuðlar að auk­inni verðmæta­sköp­un, meiri skil­virkni, meiri sam­keppni, lægra verði og þar með betri lífs­kjör­um. Hér höf­um við svo sann­ar­lega verk að vinna,“ er haft eft­ir Þór­dísi í til­kynn­ingu. 

Laga­frum­varp henn­ar um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um til ein­földund­ar reglu­verks er nú í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Frum­varpið er fyrsti áfangi af þrem­ur í aðgerðaráætl­un ráðuneyt­is­ins um ein­föld­un reglu­verks á þess­um mál­efna­sviðum sem ráðgert er að standi yfir fram á mitt ár 2021.

Með frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ing­ar sem fela í sér að skrán­ing­um versl­ana verði hætt, iðnaðarleyfi og leyfi til sölu notaðra öku­tækja verði lögð af, ráðherra fái heim­ild til að fram­selja vald til að veita und­anþágur á grund­velli laga um sam­vinnu­fé­lög, auk annarra atriða sem horfa til ein­föld­un­ar. Loks er lagt til í frum­varp­inu brott­fall 16 úr­eltra laga sem ekki hafa sér­stakt gildi leng­ur.

Aðgerðirnar eru liður í fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra …
Aðgerðirn­ar eru liður í fyrsta áfanga aðgerðaáætl­un­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til næstu þriggja ára sem lýt­ur að ein­föld­un reglu­verks. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert