1,2 milljarðar í hjólastíga á landsbyggð

Hjólreiðar verða sífellt vinsælli samgöngumáti og íþrótt hérlendis.
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli samgöngumáti og íþrótt hérlendis. mbl.is/Hari

Í upp­færðri sam­göngu­áætlun sem nú er á sam­ráðsgátt­inni er gert ráð fyr­ir að 1,2 millj­arðar fari í gerð hjóla­stíga á lands­byggðinni. Stjórn­völd bú­ast við því að lagn­ing hjóla­stíga muni spara fjár­muni fyr­ir heil­brigðis­kerfið og hið op­in­bera.

Ýmsar áætlan­ir eru uppi um hjóla­stíga á lands­byggðinni. Fyrst ber að nefna að áætlan­ir eru til um leng­ingu stígs frá Mos­fells­bæ að Mó­gilsá í Kollaf­irði. Við und­ir­bún­ing breikk­un­ar hring­veg­ar­ins um Kjal­ar­nes er gert ráð fyr­ir skil­greindri hjóla­leið allt að Hval­fjarðar­vegi sunn­an Hval­fjarðarganga.

Þetta kem­ur fram í svari Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, við fyr­ir­spurn Ólafs Þórs Gunn­ars­son­ar, þing­manns Vinstri grænna. 

„Fram­kvæmd­ir við breikk­un Hring­veg­ar milli Hvera­gerðis og Sel­foss eru hafn­ar og er gert ráð fyr­ir skil­greindri hjóla­leið á þeim kafla. Um get­ur verið að ræða sjálf­stæðan hjól­reiðastíg eða skil­greinda hjóla­leið á hliðar­veg­um með til­tölu­lega lít­illi um­ferð og lægri um­ferðar­hraða“, seg­ir ráðherr­ann í svari sínu.

„Á næstu árum er fyr­ir­hugað að styrkja stíga­gerð meðfram stofn­leiðum í Suður­nesja­bæ, Vog­um, Borg­ar­nesi, Grund­arf­irði, Dal­vík, Ak­ur­eyri, Skútustaðahreppi, Fjarðabyggð, Árborg og Ölfusi.“

Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Krist­inn Magnús­son

92 millj­óna sparnaður fyr­ir hverja 1000 km

Ein af fyr­ir­spurn­um Ólafs bein­ist að mati á hagræn­um áhrif­um hjóla­stíga. Við því seg­ir Sig­urður að rann­sókn­ir á því sviði hafi víða verið gerðar. 

Í skýrslu sér­fræðinga­nefnd­ar á veg­um um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins um mögu­leika á að draga úr nettóút­streymi gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi kem­ur fram að í Kaup­manna­höfn sé gert ráð fyr­ir að fyr­ir hverja millj­ón kíló­metra á ári ná­ist tals­verður sparnaður. Hann er eft­ir­far­andi:

  • 25 millj­óna króna sparnaður í heil­brigðis­kerfi á ári.
  • 67 millj­óna króna sparnaður á hverju ári vegna þess að dreg­ur úr vinnu­tapi.
  • Fjar­vist­ar­dög­um fækk­ar, ævi íbúa leng­ist og tíðni langvar­andi sjúk­dóma minnk­ar.

„Það er ljóst að mik­il þörf er fyr­ir þess­ar fram­kvæmd­ir. Í dreif­býli er þörf fyr­ir stíga fyr­ir hjólandi um­ferð meðfram um­ferðarmestu stofn­veg­um til að bæta um­ferðarör­yggi. Í þétt­býli er þörf á hjól­reiðastíg­um til að tryggja ör­ugg­ar og greiðfær­ar leiðir fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur“, seg­ir Sig­urður sömu­leiðis í svari sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert