Er aukin neysla ungmenna á koffíni áhyggjuefni? Þessari spurningu og öðrum verður reynt að svara á málþingi Matvælastofnunar sem fjallar um orkudrykki og ungt fólk. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í hlekk með fréttinni.
Málþingið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík og stendur yfir frá klukkan 10:00 til 15:30 í dag.
Sérfræðingar munu fjalla um rannsóknar á áhrifum koffíns á ungt fólk og þær reglur sem gilda um markaðssetningu orkudrykkja.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér.