Moose Juice gæti haft eitrunaráhrif á taugakerfi

Moose Juice er til sölu í íslenskum verslunum. Hér má …
Moose Juice er til sölu í íslenskum verslunum. Hér má sjá 500 ml. dósir sem umsögnin á sérstaklega við. Á Íslandi eru eingöngu seldar 250 ml. dósir. Ljósmynd/Amazon

Sér­fræðing­ar vöruðu mat­væla­stofn­un við því að hleypa orku­drykkn­um Moose Juice inn á ís­lensk­an markað árið 2018, þá sér­stak­lega hvað varðar 500 milli­lítra dós­ir af drykkn­um sem ekki fást á Íslandi. Þau töldu ljóst að drykk­ur­inn gæti haft skaðleg eitr­un­ar­áhrif á tauga­kerfi bæði barna og full­orðinna.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingi­bjarg­ar Gunn­ars­dótt­ir, pró­fess­or við mat­væla- og nær­ing­ar­fræðideild Há­skóla Íslands, í er­indi sem hún hélt í dag á málþingi um ungt fólk og orku­drykki.

Álitið á sér­stak­lega við um 500 milli­lítra dós­ir af Moose Juice en hér á landi eru eingöngu til sölu 250 milli­lítra dós­ir. Sér­fræðing­arn­ir sem að um­sögn­inni standa eru Erna Peter­sen, nær­ing­ar­fræðing­ur, og Þór­hall­ur I. Hall­dórs­son, pró­fess­or við mat­væla- og nær­ing­ar­fræðideild Há­skóla Íslands. Þau töldu sölu 500 milli­lítra dósa ekki rétt­læt­an­lega.

250 millilítrar hættuminni

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þór­halli þá á svipað við um 250 milli­lítra dós­irn­ar en þar sem magnið sé minna sé neysl­an hættu­minni. Um­sókn um sölu á 500 milli­lítra dós­um af Moose Juice var hafnað en 250 milli­lítra dós­irn­ar voru leyfðar. 

„Þar sem Mat­væla­stofn­un á að leiðbeina söluaðilum með skammta­stærð þá slapp 250 milli­lítra dós­in í gegn en B6 magnið er samt tölu­vert hátt en ekki bein­lín­is hættu­legt ef ein dós er drukk­in. Ef menn drekka tvær dós­ir þá fara menn yfir efri mörk EFSA vegna B-6 víta­míns.“

„Ljóst er að styrk­ur B6-víta­míns í tveim­ur skömmt­um af Moose Juice sem fram­leiðandi til­grein­ir sem há­marks­skammt á dag er um­fram það sem EFSA skil­grein­ir sem efri mörk fyr­ir full­orðna og enn lengra frá efti mörk­um fyr­ir börn“, seg­ir í um­sögn­inni um 500 milli­lítra dós­ina.

„Það þýðir að ekki er hægt að úti­loka að dag­leg neysla á tveim­ur skömmt­um til lengri [tíma] geti haft skaðleg áhrif. Þessi áhætta er til staðar fyr­ir bæði full­orðnar og börn.“

Í um­sögn­inni seg­ir enn frem­ur að þeir sem drekka tvær eða fleiri dós­ir af 500 milli­lítra Moose Juice dag­lega gætu orðið fyr­ir skaðleg­um eitr­un­ar­áhrif­um á tauga­kerfi. Áhrif­in séu mun meiri fyr­ir börn en full­orðna og geta þau hugs­an­lega verið var­an­leg.

Koffínmagn hefur vaxið úr 176 mg í 555 mg

Í máli Ingibjargar kom jafnframt fram að koffínmagn í orkudrykkjum sem seldir eru hérlendis hafi vaxið gríðarlega síðan 2005. Þá var hæsta koffínmagnið í orkudrykk 176 milligrömm í hverjum lítra en nú inniheldur sá drykkur sem er með hæsta koffíninnhald og seldur er hérlendis 555 milligrömm í hverjum lítra.

Flestir orkudrykkir á íslenskum markaði í dag innihalda 320 milligrömm af koffíni í hverjum lítra.

Ingibjörg sagði einnig að orkudrykkjaneysla leiddi oft af sér aðrar óheilbrigðar neysluvenjur og því væri ástæða til að hafa áhyggjur.

„Á síðustu tveimur árum höfum við upplifað mjög hraðar breytingar í næringarumhverfi og við höfum mjög takmörkuð gögn í höndunum til að meta hættuna sem þeim fylgir.“

Fréttin hefru verið uppfærð með nánari upplýsingum um skammtastærðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert