Björk og Tinna lausar úr haldi lögreglu

Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var handtekin í Palestínu í …
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var handtekin í Palestínu í morgun af ísraelskum hermönnum. Hún hefur nú verið látin laus ásamt þremur öðrum konum á vegum alþjóðlegr­ar friðarþjón­ustu kvenna, sem voru einnig handteknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Vilhelmsdóttir og Tinna Eyberg Örlygsdóttir, sjálfboðaliðar á veg­um alþjóðlegr­ar friðarþjón­ustu kvenna (IWPS), sem voru handteknar á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun, hafa verið látnar lausar. 

Björk og Tinna voru handteknar ásamt tveimur frönskum konum þegar þær voru við ólífutínslu ásamt palestínskum bónda í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson, eiginmaður Bjarkar, greindi frá því um hádegi að þær væru lausar úr haldi. 

Björk og Tinna voru látnar lausar að lokinni yfirheyrslu og var leyft að fara með því skilyrði að þær færu ekki inn á hernaðarlega lokuð svæði. 

Þær hyggjast vera áfram í Palestínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert