Fjórir læknar hafa sagt upp störfum sínum á Reykjalundi það sem af er októbermánuði. Fjórða uppsagnarbréfið barst í gær. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar við mbl.is. Læknarnir eru allir með nokkurra ára starfsreynslu og þriggja mánaða uppsagnarfrest.
Uppsagnirnar tengjast allar ólgu sem hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að forstjóra Reykjalundar og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp nýverið.
„Það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Guðbjörg spurð hvort hún telji að þær verði dregnar til baka. Meirihluti starfsfólks Reykjalundar lýsti yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar og skoraði jafnframt á heilbrigðisráðherra að grípa inn í stöðu mála „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt“ fyrr í mánuðinum.
12 læknar eru starfandi á Reykjalundi. Störf þeirra fjögurra sem hafa sagt upp störfum verða auglýst laus og unnið verður að því manna þær, samkvæmt Guðbjörgu.