Sameining hafi ekki teljandi áhrif

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar munu á laugardag greiða …
Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar munu á laugardag greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Verði það samþykkt verður nýtt sameinað sveitarfélag það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Myndin er frá Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, telur að sameining fjögurra nærliggjandi sveitarfélaga á Austurlandi muni ekki hafa teljandi áhrif á Fljótsdalshrepp.

Á laugardag munu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðs greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Verði það samþykkt verður nýtt sameinað sveitarfélag það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Að auki verða sveitarfélögin á Austurlandi aðeins fjögur, þ.e. nýtt sameinað sveitarfélag, Vopnarfjörður, Fjarðabyggð og Fljótsdalshreppur. 

Fljótsdalshreppur er sveitarfélag á Héraði og nær yfir Fljótsdal og nálæg svæði, allt suður að Vatnajökli. 74 voru með skráða búsetu í hreppnum í ársbyrjun. „Aðstæður eru nú ekki mikið að breytast, svæðið verður óbreytt og ein stjórnsýsla mun ekki breyta miklu tel ég,“ segir Gunnþórunn í samtali við mbl.is. 

Á laugardag munu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaða greiða …
Á laugardag munu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaða greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Fljótsdalshreppur liggur að tveimur sveitarfélaganna en oddviti hreppsins segir að sameining muni ekki hafa teljandi áhrif.

Álykta gegn lögþvingaðri sameiningu

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir atkvæðagreiðsluna um sameininguna voru íbúar í Fljótsdalshreppi ekki áhugasamir um að greiða atkvæði um sameiningu. Það var áður en áform stjórn­valda um lögþving­un sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga voru kynnt. Í þeim felst að setja lág­marks­fjölda íbúa sveit­ar­fé­laga við 250 manns við næstu kosn­ing­ar og 1.000 íbúa fjór­um árum síðar.

Fljótsdalshreppur er eitt af 23 sveit­ar­fé­lögum sem sendu inn um­sagn­ir og mótmæltu lögþving­un eða lýstu yfir efa­semd­um í um­sögn­um um þings­álykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi áætl­un um mál­efni sveit­ar­fé­laga og aðgerðaáætl­un þar sem um­rædd stefna kem­ur fram. Sjö af stærri sveit­ar­fé­lög­um lands­ins lýstu yfir stuðningi. Stefn­an var samþykkt á sér­stöku landsþingi sem Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hélt um málið.

Gunnþórunn segir ótímabært að segja til um framtíð Fljótsdalshrepps verði lögþvingunin að veruleika. „Aðalbreytingin gæti orðið ef það verður eitt sveitarfélag á Austurlandi,“ segir hún en segir að öðru leyti ekki tímabært að tjá sig um framtíð hreppsins. 

Ástæða þess að Fljótsdalshreppur taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um helgina sé einfaldlega að vilji íbúa sé ekki til staðar. „Það er mögulegt að sveitarfélögin sameinist að eigin frumkvæði síðar meir,“ segir Gunnþórunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert