22 fengið rannsóknarleyfi

Framkvæmdir við virkj­un Tungufljóts í Bisk­upstung­um.
Framkvæmdir við virkj­un Tungufljóts í Bisk­upstung­um. mbl.is/​Hari

Áhugi á smávirkjunum í vatnsafli hefur aukist mjög á síðustu árum. Orkufyrirtækin hafa notað þær til að auka eigin framleiðslu og draga úr kaupum á raforku frá Landsvirkjun.

Síðustu fimm árin hefur Orkustofnun veitt rannsóknarleyfi fyrir 22 nýjum smávirkjunum í vatnsafli. Virkjun sem er með minna en 10 megawött í uppsettu afli er skilgreind sem smávirkjun. Á sama tíma hafa 10 verkefni fengið virkjanaleyfi. Ef litið er lengra aftur í tímann, um áratug, hafa verið veitt 32 rannsóknarleyfi í vatnsafli og 19 leyfi fyrir smávirkjunum. Aukningin er mest á síðustu árum. Mörg þeirra verkefna sem fengið hafa rannsóknarleyfi síðustu árin eru enn í undirbúningi.

Kerfið erfitt viðureignar

Landeigendur telja að kerfið sé ekki hliðhollt smávirkjunum. Undirbúningur sé dýr og tímafrekur til að sinna kröfum stofnana vegna skipulags og umhverfismats. Það leiði oft til þess að menn treysti sér ekki í framkvæmdir. Þá séu ýmis skilyrði í regluverki íþyngjandi og fjármögnun dýr og geti verið erfið, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert