Félag múslima á Íslandi hefur fengið leyfi til að byggja mosku við Suðurlandsbraut.
Beiðni félagsins um að byggja tveggja hæða bænahús var tekin fyrir og samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í gær. Áskilin er lokaúttekt byggingarfulltrúa og samþykki heilbrigðiseftirlitsins.
Í beiðni félagsins er gert ráð fyrir að bænahúsið verði úr forsteyptum einingum á Suðurlandsbraut 76 og samtals tæplega 678 fermetrar.