Margir hafa fengið boð um annað starf

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að hátt hlutfall félagsmanna sem missti vinnuna í haust hafi fengið tilboð um starf.

Arion banki sagði upp 100 starfsmönnum í lok september. Þá sagði Íslandsbanki upp 20 starfsmönnum og Valitor 12 starfsmönnum. Alls misstu því um 130 vinnuna.

„Sem betur fer virðist okkar fólki ganga mjög vel að fá vinnu. Við bjóðum ókeypis aðstoð við atvinnuleit í gegnum Hagvang, á kostnað stéttarfélagsins, en það hafa aðeins um 30 leitað til Hagvangs af þessum hópi,“ segir Friðbert.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann bankafólk eftirsótta starfskrafta. Það sé vant því að vinna undir álagi og aga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert