Nýr hjólastígur í Vesturbænum

Það eru starfsmenn PK verks sem leggja hinn nýja stíg.
Það eru starfsmenn PK verks sem leggja hinn nýja stíg. mbl.is/sisi

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan hjólastíg meðfram Eiðisgranda í Vesturbænum. Stígurinn mun liggja frá þverstíg á móts við Boðagranda að bæjarmörkum Seltjarnarness. Hann verður rúmlega tveggja kílómetra langur.

Núverandi stígur en einbreiður og notaður bæði af göngufólki og hjólreiðamönnum. Að verkinu loknu verða stígarnir tveir og aðskildir. Þeir munu tengjast tvöföldum stíg, sem lagður var á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum árum.

Í verkinu felst að skipta um jarðveg undir stígum, leggja jöfnunarlag, malbika, reisa ljósastólpa ásamt gerð yfirborðsmerkinga, skiltun, frágangur og ræktun. Ekki er gert ráð fyrir vinnu fyrir veitustofnanir, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert