„Takið á málum starfsmanna Eflingar“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. mbl.is/​Hari

Fjórir einstaklingar, sem störfuðu á skrifstofu Eflingar stéttarfélags en eru í veikindaleyfi eða voru reknir á brott frá félaginu, senda sameiginlega áskorun til þings Starfsgreinasambands Íslands um að það taki fyrir framkomu núverandi stjórnenda Eflingar í garð starfsmannanna.

„Takið á málum starfsmanna Eflingar,“ segir í áskorun þeirra til þingsins, sem sett verður í Reykjavík í dag. Segjast þeir hafa verið hraktir með eineltistilburðum og ólíðandi framkomu í veikindaleyfi eða bolað úr starfi sínu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við eigum það sameiginlegt að hafa verið dyggir starfsmenn Eflingar-stéttarfélags og eldri félaga og verið í ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna árum og áratugum saman,“ segir í áskoruninni. ,,Stéttarfélag sem með ofbeldi hrekur starfsmenn sína úr vinnu, neitar að ræða við þá nema með milligöngu lögmanna sinna, neitar að ræða grundvallarréttindi þeirra, hefur af þeim hluta lífskjara og lífeyriskjara þegar starfslok nálgast, getur ekki verið á réttri leið,“ segir þar enn fremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert