Lögreglu barst tilkynning um umferðaröngþveiti á bílastæðinu við Gróttuvita úti á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þar var mikill fjöldi bíla og mörgum lagt illa þannig að umferðarstjórn lögreglu var þörf til að greiða úr flækjunni.
Stöðubrotsgjald sett á nokkrar bifreiðar sökum staðsetningar þeirra, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Alls komu 44 mál inn á borð lögreglu frá því síðdegis í gær og þar til snemma í morgun.
Flestar tilkynningar sneru að bílstjórum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einnig var tilkynnt um vatnsskemmdir í Breiðholtinu í gærkvöldi og þá fauk bárujárnsplata á mann í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi.