Tvítugur karlmaður sem handtekinn var aðfaranótt laugardags vegna gruns um alvarlega líkamsárás í nánu sambandi hefur verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir manninum. Úrskurðuinn hefur verið kærður til Landsréttar.
Lögregla hafði tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola, að því er segir í tilkynningu. Rannsóknardeild lögreglunnar var með málið til meðferðar og var það jafnvel rannsakað sem tilraun til manndráps.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.