„Lokuð umslög“ heyra sögunni til

Ekki verða lengur haldnir fundir þar sem tilboð eru tekin …
Ekki verða lengur haldnir fundir þar sem tilboð eru tekin upp úr lokuðum umslögum. Myndin er af opnun tilboða í Dýrafjarðargöng 2017. Ljósmynd/Vegagerðin

Mikil tímamót urðu hjá Vegagerðinni í ágúst sl. þegar stofnunin tók í notkun nýtt rafrænt útboðskerfi.

Því verða ekki lengur tekin upp skrifleg tilboð úr lokuðum umslögum á sérstökum „opnunarfundum“ eins og tíðkast hefur í áratugi, eða eins lengi og elstu menn muna. Það sem af er ári hafa verið opnuð tilboð í 67 verk hjá Vegagerðinni svo hið nýja verklag mun spara tíma og draga úr kaffidrykkju.

Núna fara öll útboð Vegagerðarinnar fram í gegnum nýtt rafrænt útboðskerfi á vefnum, TendSign. Kerfið er sænskt og er t.d. einnig notað af Ríkiskaupum og Framkvæmdasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert