Reykjavík í 14. sæti lista um öruggustu höfuðborgir

Reykjavík fékk fleiri stig en Helsinki, Ósló og Stokkhólmur. Horft …
Reykjavík fékk fleiri stig en Helsinki, Ósló og Stokkhólmur. Horft yfir Grafarvogshverfi. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjavík er í 14. sæti yfir öruggustu höfuðborgir heimsins með 76,85 öryggisstig, á lista World's Capital Cities.

Kaupmannahöfn er efst höfuðborga Norðurlanda í 10. sæti með 78,73 stig. Helsinki er í 17. sæti með 75,36 stig, Ósló í 57. sæti með 53,52 stig og Stokkhólmur í 59. sæti með 51,49 stig. London er á milli Óslóar og Stokkhólms með 52,93 stig.

Öryggisvísitalan er byggð á huglægu mati íbúa borganna. Hún endurspeglar á sinn hátt tíðni afbrota í hverri borg og það hversu öruggir borgararnir telja sig vera gagnvart því að verða fyrir barðinu á afbrotamönnum. Tölurnar voru uppfærðar um mitt árið 2017.

Á listanum eru 102 borgir og trónir Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum efst með 86,46 stig. Næst henni er Doha í Katar með 84,13 stig og í 3. sæti er Singapore með 83,1 stig. Athyglisvert er að öruggustu borgirnar eru höfuðborgir í Mið-Austurlöndum eða Asíu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert