Álag og of lág laun

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir starfsandann hjá lögreglunni aldrei hafa verið betri. „Það er hins vegar gríðarleg óánægja með laun og það er mjög mikið álag. Þannig að við erum núna að gera Gallup-könnun til að mæla álagið,“ segir Sigríður Björk um stöðuna.

Á síðustu árum hafa reglulega komið upp deilur innan lögreglunnar á Íslandi. Mörg málanna hafa komið upp á embættistíma Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Deilur hafa risið og hópur lögreglumanna kvartað undan stjórnarháttum hennar.

Með nýjar áherslur

Á embættistíma Sigríðar Bjarkar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi lögreglu. Þær hafa meðal annars birst í aukinni áherslu á kynferðisbrot og hatursglæpi, að því er hún segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert