Elst íslenskra hjóna í maraþonklúbbi

Hlaupahjón Lilja og Guðmundur stunda hlaup af miklu kappi.
Hlaupahjón Lilja og Guðmundur stunda hlaup af miklu kappi.

Hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson tilheyra hópi fárra í heiminum sem klárað hafa sex stærstu maraþon í heimi.

Eru þau meðlimir í Abbott World Marathon Majors-maraþonklúbbnum sem í eru rúmlega þrjátíu Íslendinga og eru þau þar elst. Þau eru nýkomin heim frá Chicago þar sem þau hlupu maraþon, en Guðmundur átti það hlaup eftir til að komast inn í klúbbinn.

Hjónin, sem eru á sjötugsaldri, byrjuðu að hlaupa um fertugt og eru hvergi nærri hætt. „Maraþonhlaupið er verkefni sem maður fer í og undirbýr sig fyrir í um þrjá mánuði. Svo er hlaupið endapunkturinn og þá tekur maður hvíld í smástund,“ segir Lilja en rætt er við hjónin í SunnudagsMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert