Leitarbeiðnum fækkar um fjórðung

Fyrstu níu mánuði ársins fækkaði beiðnum til lögreglunnar um leit að týndum börnum um liðlega fjórðung, úr 226 í 163.

Enn meiri fækkun hefur orðið það sem af er þessum mánuði því barnaverndaryfirvöld hafa óskað eftir níu leitum í stað 23 á sama tíma í fyrra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag hefur Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ekki beinar skýringar á þessari fækkun. Bendir hann þó á að á síðustu átján mánuðum hafi nokkur börn sem oft hafi þurft að leita að á hverju ári dottið út af leitarbeiðnum vegna þess að þau hafi náð átján ára aldri og komist þar með í fullorðinna manna tölu og þau börn sem bæst hafi við séu ekki jafn erfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert