Bréfið opnist að Þóri látnum

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, sendi kirkjuráði umslag í september sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans. Þórir játaði fyrir fjórum árum að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn ungri stúlku snemma á sjötta ára­tug síðustu ald­ar þegar hann var guðfræðinemi.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir enn fremur að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, muni virða óska Þóris. Sjálfur tjáir Þórir sig ekki um innihald bréfsins.

Biskup bað Þóri í fyrra um að taka ekki að sér athafnir eða þjónustu á vegum þjóðkirkjunnar framar en hún hélt sáttafund milli Þóris og konunnar árið 2015 þar sem hann bað hana fyrirgefningar á því að hafa misnotað hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert