Starfsfólki Atlantic Leather sagt upp

Sútunarverksmiðjan Atlantic Leather hefur unnið brautryðjandastarf í sútun á fiskroði. …
Sútunarverksmiðjan Atlantic Leather hefur unnið brautryðjandastarf í sútun á fiskroði. Leðrið er selt út um allan heim. Af vef Atlantic Leather

Hluthafar sútunarverksmiðjunnar Atlantic Leather á Sauðárkróki og Landsbankinn eru líklega stærstu kröfuhafar í þrotabú fyrirtækisins.

Samkvæmt upplýsingum sem skiptastjórinn fékk eru skuldir á bilinu 120 til 140 milljónir. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta sl. miðvikudag, eftir langvarandi rekstrarerfiðleika.

Öllu starfsfólki, 14 talsins, hefur verið sagt upp störfum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert