„Við berjumst bara fyrir þessu öll sem eitt,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, í samtali við Morgunblaðið um Akureyrarflugvöll.
Í drögum að samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin fer lítið fyrir hlut Akureyrarflugvallar og ráðamenn fyrir norðan ætla að berjast fyrir auknu fjármagni.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur að ekki einungis Akureyri myndi hagnast á uppbyggingu flugvallarins, heldur Norðaustur- og Austurland allt. Það sé í takt við sóknaráætlun Norðurlands eystra, en drög hennar voru birt á föstudag.