Framkvæmdastjóra kirkjuráðs sagt upp

Hús kirkjunnar við Laugaveg.
Hús kirkjunnar við Laugaveg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti einróma, á kirkjuráðsfundi 2. október sl., að segja upp ráðningarsamningi framkvæmdastjóra kirkjuráðs, Odds Einarssonar, og að hann myndi láta af störfum þegar í stað. Þetta kemur fram í fundargerð kirkjuráðsins sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Í henni kemur fram að biskup Íslands hafi framsent kirkjuráði tölvubréf fjármálastjóra biskupsstofu, dagsett 23. ágúst 2019, þar sem m.a. var kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu.

Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu mun Oddur, sem verður 67 ára í janúar nk., ekki vinna uppsagnarfrestinn og unnið er að því að semja við hann um starfslok, að því er Morgunblaðið segir frá í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert