Funda stíft í Karphúsinu

Annir eru þessa dagana hjá ríkissáttasemjara.
Annir eru þessa dagana hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/​Hari

Embætti ríkissáttasemjara er með 27 mál inni á borði hjá sér um þessar mundir. Af þeim varða 19 mál kjaradeilur aðildarfélaga BSRB gagnvart þremur viðsemjendum; ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Þá eru mál Blaðamannafélags Íslands (BÍ), Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og tvö mál Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) á borði ríkissáttasemjara svo einhver séu nefnd.

„Það er hressilega mikið til meðferðar á sama tíma. Þar að auki er BSRB með samningsumboð fyrir stór mál eins og styttingu vinnuvikunnar gagnvart þremur viðsemjendum. Þegar það eru upp undir 30 mál til meðferðar hjá okkur þá er það ágætis verkefni,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, í samtali við Morgunblaðið.

Í dag fer fram fundur vegna deilu FFÍ við Samtök atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair auk þess sem vinnufundur Eflingar og Reykjavíkurborgar mun fara fram í húsnæði ríkissáttasemjara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert