Jarðgöng og Axarvegur mikilvæg í sameiningu eystra

Frá talningu atkvæða í atkvæðagreiðslunni á laugardag.
Frá talningu atkvæða í atkvæðagreiðslunni á laugardag. Ljósmynd/Austurfrétt Gunnar

Skýr niðurstaða fékkst í atkvæðagreiðslu sem fram fór á laugardaginn um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Borgarfjörður eystri, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur verða eitt sveitarfélag frá og með næsta vori.

Flestir sögðu já á Héraði, eða 92,9% þeirra sem atkvæði greiddu. Íbúar á svæðinu munu á síðari stigum kjósa um nafn á sveitarfélaginu, aukinheldur sem kjósa þarf nýja sveitarstjórn. Það mun væntanlega verða gert á vormánuðum á næsta ári.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir í samtali við Morgunblaðið að samgönguframkvæmdir á Austurlandi séu mikilvæg forsenda þess að sveitarfélögin geti sameinast í raun og veru. Gerð jarðganga undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og gerð heilsársvegar um Öxi, af Skriðdal í Berufjarðarbotn, sé nauðsynjamál – og nú virðist sem ekki sé langt í framkvæmdir, að því er fram kemur í umfjöllun um sameininguna eystra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert