Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar tvö.
Stærsti hlutinn eða 250 milljónir króna eru vegna kostnaðar vegna þjónustu lögfræðinga.
Máli varðandi ætlaðan upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsins í tengslum við húsleit hjá útgerðarfyrirtækinu Samherja árið 2012. Forsætisráðherra hefur vísað málinu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Seðlabankinn lítur málið alvarlegum augum eins og fram kom í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is í dag.