Samson sem er klónaður undan Sámi er fæddur

Dorrit og Sámur á góðri stund.
Dorrit og Sámur á góðri stund. Mynd/Landsbjörg

Hvolpurinn Samson er fæddur í Bandaríkjunum. Hann er klónaður undan hundinum Sámi sem Dor­rit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú, átti. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter og birtir myndir af hvolpinum. 

Dorrit birtir myndir af fæðingarskriteini „Sáms hvolps“ á instagram auk mynda. Þar segir að hann hafi fæðst á föstudaginn 25. október og hafi verið 684 grömm og 11 tommur eða 28 sentímetrar á lengd. Auk þess eru spor hvolpsins á skirteininu.  

Sám­ur var blend­ing­ur þýskra og ís­lenskra fjár­hunda og var í eigu for­seta­hjón­anna fyrr­ver­andi Dor­rit­ar og Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. Tek­in voru sýni úr Sámi svo hægt yrði að rækta úr frum­ur í þeim til­gangi að klóna hund­inn. Það hefur greinilega tekist vel af myndunum að dæma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert