Hvolpurinn Samson er fæddur í Bandaríkjunum. Hann er klónaður undan hundinum Sámi sem Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, átti. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter og birtir myndir af hvolpinum.
Dorrit birtir myndir af fæðingarskriteini „Sáms hvolps“ á instagram auk mynda. Þar segir að hann hafi fæðst á föstudaginn 25. október og hafi verið 684 grömm og 11 tommur eða 28 sentímetrar á lengd. Auk þess eru spor hvolpsins á skirteininu.
For those who followed the sad news of our beloved #Samur passing away earlier this year, we now share the splendid, somewhat unbelievable, report that now #Samson has been borne in the USA due to the process of cloning. More news and pictures on Dorrit’s Instagram! pic.twitter.com/LofoSyzQVP
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) October 28, 2019
Sámur var blendingur þýskra og íslenskra fjárhunda og var í eigu forsetahjónanna fyrrverandi Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Tekin voru sýni úr Sámi svo hægt yrði að rækta úr frumur í þeim tilgangi að klóna hundinn. Það hefur greinilega tekist vel af myndunum að dæma.