Söltunarbíll valt í Hafnarfirði

Frá vettvangi í morgun. Söltunarbíllilnn og fólksbíllinn utan vegar.
Frá vettvangi í morgun. Söltunarbíllilnn og fólksbíllinn utan vegar. mbl.is/Árni Sæberg

Flóttamannaleið, öðru nafni Elliðavatnsvegi sem liggur meðal annars á milli uppsveita Garðabæjar og Hafnarfjarðar rétt fyrir ofan Urriðavatn, hefur verið lokað vegna umferðaróhapps.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu valt söltunarbíll og endaði á fólksbíl. Engin slys urðu á fólki.

Auk þess valt bíll í hálkunni á Dalvegi í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en fljúgandi hálka er á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka