Útsýnispallurinn verður klár 2021

Útsýn­ispall­urinn mun slúta fram yfir brún­ Bolafjalls.
Útsýn­ispall­urinn mun slúta fram yfir brún­ Bolafjalls. mbl.is/Árni Sæberg

Fjögur tilboð bárust í smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli við Bolungarvík. Áætlaður kostnaður við verkið er 193 milljónir króna. Ístak hf. var með hæsta tilboðið eða rúmar 276 milljónir króna sem er ríflega 80 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Þetta kemur fram á vef Bolungarvíkur.

Næst hæsta tilboðið var frá köfunarþjónustunni. Hin tvö, Eykt hf. og Þotan ehf. voru með lægra tilboð en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Áætluð verklok eru eftir þrjú ár eða 15. október 2021. 

Útsýn­ispall­urinn mun slúta fram yfir brún Bola­fjalls sem er 638 metra hátt fjall beint upp af Bol­ung­ar­vík. Á fjallinu er rat­sjár­stöð sem Land­helg­is­gæsl­an rek­ur. Þegar stöðin var byggð var lagður þangað ágæt­ur veg­ur, nokkuð bratt­ur, sem aðeins er op­inn yfir há­sum­arið.

Í samtali við Morgunblaðið fyrir sléttu ári greindi Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri í Bol­ung­ar­víkur, að eft­ir­spurn er eft­ir meiri áfangastað á þessum stað. „Það er ekki síst vegna þess mikla út­sýn­is sem er af fjall­inu, bæði yfir Ísa­fjarðar­djúp og Bol­ung­ar­vík,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka