Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Hari

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan hálf sjö í morgun þegar tilkynnt var að flugvél frá Icelandair væri með lítið eldsneyti og myndi lenda innan skamms.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru bílar þaðan sendir út á flugvöll og fleiri viðbragðsaðilar til taks.

Hættustigið var afturkallað eftir að vélinni var lent heilu og höldnu klukkan 6:38.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert