Vildu að Arnaldur skipti um nafn

Arnaldur Indriðason hefur selt yfir fjórtán milljónir bóka.
Arnaldur Indriðason hefur selt yfir fjórtán milljónir bóka.

Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason fagnaði því á dögunum að útgáfa númer þúsund af bókum hans kom út. Var það norsk útgáfa bókarinnar Myrkrið veit.

En þó að Arnaldur eigi sér traustan hóp aðdáenda um heim allan og hafi selt yfir fjórtán milljónir bóka gekk þó brösuglega að fá útgefendur til að gefa bækur hans út í upphafi.

„Það tók drjúgan tíma að finna fyrsta erlenda útgefandann. Nokkur ár. Við fengum alls kyns athugasemdir frá erlendum útgefendum, meðal annars þær að það væri morgunljóst að engir glæpir væru framdir í landi álfa og eldfjalla. Það tæki því ekki að líta á glæpasagnahandrit frá þessu landi. Aðrir sögðu að nafn höfundar væri svo erfitt í framburði að ætti hann að tryggja sér útgáfu á erlendri grund þyrfti hann að skipta um nafn sem skjótast,“ segir Valgerður Benediktsdóttir hjá Forlaginu, um mál þetta í Morgunblaðinu  í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert