Vildu að Arnaldur skipti um nafn

Arnaldur Indriðason hefur selt yfir fjórtán milljónir bóka.
Arnaldur Indriðason hefur selt yfir fjórtán milljónir bóka.

Rit­höf­und­ur­inn Arn­ald­ur Indriðason fagnaði því á dög­un­um að út­gáfa núm­er þúsund af bók­um hans kom út. Var það norsk út­gáfa bók­ar­inn­ar Myrkrið veit.

En þó að Arn­ald­ur eigi sér traust­an hóp aðdá­enda um heim all­an og hafi selt yfir fjór­tán millj­ón­ir bóka gekk þó brös­ug­lega að fá út­gef­end­ur til að gefa bæk­ur hans út í upp­hafi.

„Það tók drjúg­an tíma að finna fyrsta er­lenda út­gef­and­ann. Nokk­ur ár. Við feng­um alls kyns at­huga­semd­ir frá er­lend­um út­gef­end­um, meðal ann­ars þær að það væri morg­un­ljóst að eng­ir glæp­ir væru framd­ir í landi álfa og eld­fjalla. Það tæki því ekki að líta á glæpa­sagna­hand­rit frá þessu landi. Aðrir sögðu að nafn höf­und­ar væri svo erfitt í framb­urði að ætti hann að tryggja sér út­gáfu á er­lendri grund þyrfti hann að skipta um nafn sem skjót­ast,“ seg­ir Val­gerður Bene­dikts­dótt­ir hjá For­laginu, um mál þetta í Morg­un­blaðinu  í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka