Andlát: Gunnar Karlsson

Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus.
Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor emeritus. Ljósmynd/Aðsend

Dr. Gunn­ar Karls­son, sagn­fræðing­ur og pró­fess­or emer­it­us, lést á hjarta­deild Land­spít­al­ans mánu­dag­inn 28. októ­ber. Hann fædd­ist í Efsta­dal í Laug­ar­dal 26. sept­em­ber 1939, son­ur hjón­anna Karls Jóns­son­ar og Sigþrúðar Guðna­dótt­ur, bænda í Gýgjar­h­ól­skoti í Bisk­upstung­um, þar sem Gunn­ar ólst upp í níu systkina hópi.

Gunn­ar lauk kandí­dats­prófi frá Há­skóla Íslands 1970 og doktors­prófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi við Uni­versity Col­l­e­ge í London 1974–1976, varð lektor í sagn­fræði við HÍ 1976 og pró­fess­or 1980.

Gunn­ar skrifaði fjöl­marg­ar kennslu­bæk­ur í sögu fyr­ir öll skóla­stig, frá grunn­skóla og upp í há­skóla, hann skrifaði hluta af stór­um rit­um eft­ir marga höf­unda, til dæm­is Sögu Íslands og rit­stýrði við þriðja mann út­gáfu á Grágás. Meðal fræðirita hans má nefna doktors­rit­gerð hans, Frels­is­bar­áttu Suður-Þing­ey­inga og Jón á Gautlönd­um, Íslands­sög­una Iceland’s 1100 Ye­ars: History of a Marg­inal Society, Ástar­sögu Íslend­inga að fornu og ritið Goðamenn­ing: staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslend­inga, grund­vall­ar­rit um eitt merki­leg­asta tíma­bil í ís­lenskri sögu.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Gunn­ars er Silja Aðal­steins­dótt­ir bók­mennta­fræðing­ur. Dæt­ur Gunn­ars eru Sif, Sigþrúður og Elísa­bet. Barna­börn­in eru sjö.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert