Aukinn gróður samhliða fjölgun sela

yNokkrir þeirra 62 útselskópa sem taldir voru af lóðréttum myndum …
yNokkrir þeirra 62 útselskópa sem taldir voru af lóðréttum myndum sem teknar voru í 2.000 feta hæð. Ljósmynd/Náttúrufræðistofnun Íslands

Nokkuð er um að útselir kæpi á norðurodda Surtseyjar, en þeir voru þó talsvert færri í leiðangri sem farinn var fyrr í mánuðinum heldur en var haustið 2017. Fjöldinn nú var í takt við aðrar selatalningar í eyjunni.

Tilgangur leiðangursins nú var einkum að fá yfirlit um dreifingu og fjölda selkópa í látrinu, sem er á norðurtanga eyjarinnar, m.a. til að kanna hvort selirnir hafi átt þátt í gróðurframvindu á tanganum undanfarin ár.

Þar hefur gróður aukist mjög á sama tíma og selum hefur fjölgað. Það er hliðstæða við mávabyggðina sem hefur gróið upp sunnar á eynni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka