Ekki heimilt að hækka skattinn

Sumarhúsabyggðir í Grímsnesi. Búrfell í fjarska.
Sumarhúsabyggðir í Grímsnesi. Búrfell í fjarska. mbl.is/Sigurður Bogi

Grímsnes- og Grafningshreppi er ekki heimilt að leggja fasteignaskatt á sumarbústaði sem eru í útleigu til skamms tíma, sem um atvinnuhúsnæði væri að ræða.

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms og úrskurð yfirfasteignamatsnefndar í þessa veru í máli eigenda eins sumarhúss í sveitinni.

Starfsmaður hreppsins fylgdist með síðum þar sem heimagisting er auglýst og lagði hærri fasteignaskatt á eigendur húsa þann tíma sem þau voru leigð út. Héraðsdómur og Landsréttur töldu að vilji löggjafans hefði ekki staðið til breytinga á skráningu fasteigna þótt þær væru leigðar út tímabundið til ferðamanna.

Sumarhúsabyggð í Grímsnesi.
Sumarhúsabyggð í Grímsnesi. mbl.is/Kristinn Benediktsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka