Enginn byrjandi í tónlist

Gyða Valtýsdóttir varð sjötti Íslendingurinn í kvöld til þess að …
Gyða Valtýsdóttir varð sjötti Íslendingurinn í kvöld til þess að hljóta tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Norden.org//​Magn­us Fröder­berg

Gyða Val­týs­dótt­ir er varla búin að átta sig á því að hún hafi hlotið tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs þegar blaðamaður mbl.is hitt­ir hana á sviði tón­list­ar­húss­ins í Stokk­hólmi í kvöld. Gyða er sjötti Íslend­ing­ur­inn sem hlýt­ur þenn­an heiður frá því þau voru fyrst veitt árið 1965.

Auk Gyðu hlaut Atli Heim­ir Sveins­son verðlaun­in árið 1976, Hafliði Hall­gríms­son 1986, Björk Guðmunds­dótt­ir 1997, Hauk­ur Tóm­as­son 2004 og Anna S. Þor­valds­dótt­ir 2012.

„Það var mik­ill heiður að fá til­nefn­ing­una fyr­ir nokkr­um mánuðum síðan,“ seg­ir Gyða og seg­ist hafa farið í ákveðið ferli í kjöl­far til­nefn­ing­ar­inn­ar. Að hún væri orðin full­orðin ekki bara rétt að byrja í tónlist. Hún gaf út plöt­una Epicycle, sem inni­held­ur verk tón­skálda á borð við Schubert, Schumann og Messia­en, en einnig til­rauna­kennd­ari höf­unda eins og Harry Partch og Geor­ge Crumb, árið 2017 en í fyrra sendi hún frá sér plöt­una Evoluti­on. Það eru hins­veg­ar tveir ára­tug­ir síðan hún stofnaði hljóm­sveit­ina múm ásamt tví­bura­syst­ur sinni Krist­ínu Önnu, Gunn­ari Erni Tynes og Örvari Smára­syni en þeirra fyrsta plata Yester­day was Dramatic – Today is OK, kom út á Þor­láks­messu árið 1999.

„Maður þarf senni­lega að sætta sig við að maður er ekki byrj­andi leng­ur,“ seg­ir Gyða og hlær á sviði tón­list­ar­húss­ins í Stokk­hólmi þar sem ráðherr­ar Norður­land­anna og fleiri óska henni til ham­ingju með verðlaun­in.

mbl.is/​Gúna

Hvað tek­ur við núna?

Ég held áfram mínu striki en ég var að klára plötu sem kem­ur út snemma á næsta ári. Ég er að gefa hana sjálf út þannig að verðlaun­in koma sér vel. Síðan er ég með marg­ar hug­mynd­ir sem mig lang­ar að fram­kvæma þannig að þetta kem­ur sér vel að geta fram­kvæmt þær,“ seg­ir Gyða en verðlaun­in eru 350 þúsund dansk­ar krón­ur, sem svar­ar til 6,5 millj­ón­um ís­lenskra króna. Nýja plat­an er sjálf­stætt fram­hald af Epycycle en þar spilaði Gyða verk lát­inna tón­skálda en á þess­ari plötu vinn­ur hún með ís­lensku og sprelllif­andi tón­listar­fólki.

Gyða þakkaði tví­bura­syst­ur sinni meðal ann­ars þegar hún tók við verðlaun­un­um en þær eru hafa verið afar sam­rýnd­ar alla tíð, eða eins og Gyða seg­ir sjálf - allt frá því í móðurkviði. 

Þær eru ekki að vinna mikið sam­an í tón­list­inni um þess­ar mund­ir en styðja alltaf hvor aðra og eru að fara að taka upp verk­efni sam­an á næst­unni. Þetta er verk sem við vinn­um með Ragn­ari Kjart­ans­syni og öðru tví­burap­ari, Aaron og Bryce Des­sner en þeir eru í banda­rísku hljóm­sveit­inni The Nati­onal, sem Ragn­ar hef­ur unnið tals­vert með. 

Sýn­ing sem Ragn­ar setti upp fyr­ir fjór­um árum byggði á þessu verk­efni og Ragn­ar gerði síðan vi­d­eó­verk úr einu lag­inu sem var samið fyr­ir þessa sýn­ingu og það var frum­sýnt á Metropolit­an-safn­inu í New York í maí. „En við sömd­um heila plötu þannig að við erum að fara að taka hana upp núna,“ seg­ir Gyða og slær þessu upp í grín og seg­ir að þetta sé hið ís­lenska ABBA. Blaðamaður gríp­ur þetta á lofti og seg­ir að þar sé fyr­ir­sögn­in kom­in á viðtalið en lof­ar Gyðu því að það verði ekki fyr­ir­sögn á þessu spjalli héðan frá Stokk­hólmi. 

„Gyða Val­týs­dótt­ir hlaut tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs 2019 fyr­ir tón­listar­flutn­ing þar sem sköp­un­ar­kraft­ur­inn brýst fram með af­ger­andi rödd, frum­leg­um hljóðfæra­leik og mikl­um per­sónutöfr­um.

Tón­list­ar­verðlaun­in voru af­hent af verðlauna­hafa árs­ins 2017, hljóm­sveit­ar­stjór­an­um Su­sönnu Mälkki, við verðlauna­at­höfn í beinni út­send­ingu frá tón­leika­hús­inu í Stokk­hólmi á þriðju­dags­kvöld.

Annað hvert ár eru tón­list­ar­verðlaun­in veitt núlif­andi tón­skáldi og hitt árið, eins og í ár, eru þau veitt tón­list­ar­hópi eða -flytj­anda,“ seg­ir á vef Norður­landaráðs.

„Gyða Val­týs­dótt­ir er menntuð í sí­gildri tónlist en hef­ur ekki ein­skorðað sig við neina til­tekna tón­list­ar­stefnu. Ung að árum var hún einn stofnmeðlima hinn­ar rómuðu til­rauna­kenndu rafsveit­ar múm. Síðan þá hef­ur hún verið áber­andi sem fjöl­hæf­ur flytj­andi í flokki þess ís­lenska tón­listar­fólks sem hef­ur getið sér gott orð á er­lendri grund.

Gyða er menntuð í selló­leik en síðastliðin ár hef­ur hún bæði flutt frum­samda tónlist og átt í sam­starfi við tón­listar­fólk úr ýms­um átt­um. Mennt­un­in hef­ur nýst henni sem grunn­ur til að fara eig­in leiðir og veita áheyr­end­um hlut­deild í heild­rænni, sam­felldri tón­list­ar­nálg­un með aðdá­un­ar­verðum sköp­un­ar­krafti. Gyða hríf­ur áheyr­end­ur sína með ein­stök­um flutn­ingi sem ein­kenn­ist af áhrifa­ríkri til­finn­ingu fyr­ir mót­un hend­inga og fraser­ingu. Hún hef­ur mikla sér­stöðu sem flytj­andi og nær­vera henn­ar á sviði er bæði heill­andi og ein­stök – viðkvæm og óræð en jafn­framt kraft­mik­il. Flutn­ing­ur henn­ar er ákaf­lega per­sónu­leg­ur, sam­felld­ur og framúrsk­ar­andi, hvort sem hún leik­ur á selló, syng­ur á sinn sér­stæða hátt eða leik­ur á önn­ur hljóðfæri, og ávallt ligg­ur frum­leik­inn til grund­vall­ar.

Gyða flyt­ur tónlist þvert á tón­list­ar­geira og brú­ar bil­in sem aðskilja þá með óvenju­leg­um hætti, ekki síst með því að líta hjá því að skörp skil séu á milli mis­mun­andi greina tón­list­ar. Og hvort sem um er að ræða henn­ar eig­in tónlist eða annarra ein­kenn­ist flutn­ing­ur­inn af per­sónu­leg­um frum­leika og hug­vits­semi,“ seg­ir í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar.

mbl.is/​Gúna
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert