Kominn tími á breytingar

Merki KSÍ
Merki KSÍ

„Margt í núverandi merki er fremur erfitt til notkunar og kallaði á uppfærslu, ekki síst ef tekið er tillit til allra þeirra nýju miðla sem við þurfum að vera sýnileg á,“ segir Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ.

Sambandið hefur samið við auglýsingastofuna Brandenburg um stuðning við mótun, uppbyggingu og þróun á vörumerkjum sambandsins með það að markmiði að efla ásýnd KSÍ, auka erlenda tekjumöguleika þess og færa aukinn kraft í markaðsstarf.

Núverandi vörumerki KSÍ var tekið í notkun árið 1997 og þykir það vera nokkuð hár aldur þegar kemur að vörumerkjum. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Stefán þörfina fyrir að efla vörumerki KSÍ á erlendri grundu aldrei hafa verið meiri.

„Íslensk knattspyrna er orðin heimsþekkt í kjölfar undangenginnar velgengni og við vildum skerpa á þeim tengingum sem landsliðin okkar hafa. Við sjáum aukna tekjumöguleika á heimsvísu og erum sífellt að leita leiða til að fá að borðinu erlend fyrirtæki sem sjá hag sinn í því að tengja sig við þau gildi sem við höfum yfir að búa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert