Skortur er á lánsfé í hagkerfinu

Horft til austurs eftir Smyrilshlíð í Vatnsmýri. Hundruð íbúða eru …
Horft til austurs eftir Smyrilshlíð í Vatnsmýri. Hundruð íbúða eru í uppbyggingu á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks, seg­ir vís­bend­ing­ar um að fjár­mála­stofn­an­ir hafi dregið úr út­lán­um til fram­kvæmda.

„Það virðist eiga við fram­kvæmd­ir al­mennt,“ seg­ir Þor­vald­ur sem tel­ur hugs­an­legt að niður­sveifl­an sé að ein­hverju leyti til­kom­in vegna tak­markaðra út­lána bank­anna. Að ein­hverju leyti hafi sam­verk­andi þætt­ir skapað ástandið.

Hann kveðst aðspurður ekki áður hafa upp­lifað þessa stöðu á markaði. „Vext­ir hafa lækkað mikið. Því er ein­kenni­legt að það skili sér aðeins að litlu leyti til lán­taka og að sam­hliða vaxta­lækk­un­um skuli vera skort­ur á láns­fé,“ seg­ir Þor­vald­ur.

ÞG verk er eitt stærsta verk­taka­fyr­ir­tæki lands­ins. Það bygg­ir íbúðir og at­vinnu­hús­næði víða um land. Seðlabank­inn grein­ir næst frá vaxta­ákvörðun 6. nóv­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert