18% lögreglunema hlynnt vopnaburði

Vopnuð lögregla brýst inn í hús til að handtaka mann.
Vopnuð lögregla brýst inn í hús til að handtaka mann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einungis 18% lögreglunema á Íslandi eru hlynnt almennum skotvopnaburði lögreglu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Er það næstum helmingi lægra hlutfall en í sambærilegri rannsókn meðal norskra lögreglunema.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, mikilvægt að spyrja nemendur út í afstöðu sína til skotvopnaburðar.

„Í þessum hópi eru lögreglumenn framtíðarinnar og stefna lögreglunnar með tilliti til vopnaburðar hefur vafalaust áhrif á hvers konar fólk sækir í starfið,“ segir hann en rannsóknin verður til umræðu á málþingi í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert