Forsetafrú til Íslandsstofu

Eliza Reid verður talsmaður á viðburðum erlendis.
Eliza Reid verður talsmaður á viðburðum erlendis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsstofa hefur gengið frá samkomulagi við Elizu Reid forsetafrú um að hún verði talsmaður Íslandsstofu á völdum viðburðum erlendis á næsta ári. Um launað starf er að ræða og fær Eliza 576 þúsund krónur auk vsk. í laun á mánuði.

„Við erum búin að ganga frá samkomulagi við Elizu Reid forsetafrú. Hún hefur reyndar unnið fyrir okkur áður en nú höfum við formgert samband okkar við hana og verður hún talsmaður okkar á völdum stórum viðburðum erlendis á næstu árum. Við reiknum með um 7-9 viðburðum á hverju ári, auk þess að vinna með Íslandsstofu að kynningu á íslensku atvinnulífi gagnvart fjölmiðlum og samstarfsaðilum íslenskra fyrirtækja,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Pétur segir að Eliza sé mjög frambærilegur talsmaður og það skipti sköpum að hafa hana með í för. „Þegar hún er með okkur fáum við miklu meira pláss, meiri athygli og almennt meira út úr viðburðinum,“ segir Pétur, og nefnir að fjölmiðlar í Seattle hafi t.d. verið mjög áhugasamir um forsetafrúna á kynningu þar í borg á dögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert