Aldurshlutföll lesin úr vængjum veiddra rjúpna

Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem m.a. annast vöktun rjúpnastofnsins og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli, hefur aldursgreint 3.356 rjúpur frá veiðitímanum í fyrra.

Ólafur sagði í tölvupósti til rjúpnavina að víðast hvar hefði verið lágt hlutfall unga. Ástandið var þó hvað skást á Norðausturlandi og Austurlandi. Hann ætlar áfram að safna rjúpnavængjum til aldursgreiningar. Ólafur biður veiðimenn að hirða annan vænginn af veiddum rjúpum og senda til sín á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Með vængjunum þurfa að fylgja upplýsingar um veiðistað og veiðimann. Gögnin verða notuð við útreikning á stofnstærð og afföllum rjúpunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert