Rússar sýna mátt sinn og megin

Rússar hafa hafið stóra flotaæfingu í Norðurhöfum.
Rússar hafa hafið stóra flotaæfingu í Norðurhöfum.

Að minnsta kosti tíu kafbátar rússneska Norðurflotans taka nú þátt í einni umfangsmestu æfingu hans frá lokum kalda stríðsins.

Talið er að tilgangur æfingarinnar sé að sýna mátt og megin Norðurflotans, meðal annars með því að kafbátarnir sigli óséðir um GIUK-hliðið svonefnda og inn á Atlantshaf, en undir því heiti gengur hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlandseyja.

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að æfing Rússa sé í stærra lagi, en þó enn sem komið er hefðbundin. Æfingin snýst að hans mati um að æfa varnir Rússa í norðanverðu Noregshafi og Barentshafi, en þar halda þeir úti stórum eldflaugakafbátum, sem skipta lykilmáli í vörnum landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka