Sameinist um móttöku flóttafólks

AFP

Norrænu Vinstri grænu flokkarnar hafa lagt til að Norðurlöndin eigi í sameiningu að taka við fleiri kvótaflóttamönnum og einnig fleiri hælisleitendum. Jafnframt er lagt til að börn sem eru fylgdarlaus á flótta fái hæli til frambúðar í ríkjunum og að ríkisstjórnir Norðurlandanna vinni saman að endurskoðun á ákvæðum Dyflinnar-reglugerðarinnar.

Í tillögunni er vístað í tölur Flóttamannamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um fjölgun flóttafólks á milli ára. Það sem af er ári hafa 1,4 milljónir hrakist á flótta sem er 17% fjölgun milli ára. Ástæðurnar eru einkum stríð og átök í ríkjum eins og Austur-Kongó, Sýrlandi og Suður-Súdan. Af þeim 68,5 milljónum sem eru á flótta vegna stríðs, átaka og ofsókna í heimalandinu eru 28 milljónir barna.

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG á þingi Norðurlandaráðs.
Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG á þingi Norðurlandaráðs. Magnus Fröderberg/Norden.org

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður VG  segir að tillagan verði nú send til nefndar og fróðlegt verði að sjá hvað komi úr því starfi.

Steinunn Þóra segir að stutt umræða hafi verið um tillöguna á fyrsta degi þings Norðurlandaráðs hér í Stokkhólmi og við fyrstu sýn virðist tillagan falla í grýttan jarðveg meðal þingheims.

„Ég vona að það sé samt ekki merki um að það sé hin almenna skoðun,“ segir hún.

Danski rit­höf­und­ur­inn Jon­as Eika, sem hlaut bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs, gagn­rýndi út­lend­inga­stefnu Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur harðlega í þakk­arræðu sinni. Hann sagði að í Dan­mörku væri „rík­is­ras­ismi“, stefna Frederik­sen væri „of­beld­is­full“ og til þess að aðskilja fjöl­skyld­ur.

Steinunn segir að Eika hafi svo sannarlega ýtt við þessum málum og þetta sé eitt af málunum sem við erum að fást við á öllum Norðurlöndunum. „Þar sem við erum að tala um hvernig við sem heild verðum stærri og sterkari. Það er sýn okkar í norrænum Vinstri grænum að gildi líka á þessu sviði og við sem ríkustu þjóðir heims berum mikla ábyrgð.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Norden.org/Magnus Fröderberg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málefni innflytjenda og samlögun hafi verið rædd töluvert á fundum forsætisráðherra þingi Norðurlanda sem enda sé þetta eitt af stóru málunum á Norðurlöndunum líkt og víðast annars staðar. Hún segir að ólíkar skoðanir hafi verið ræddar, þar á meðal móttaka flóttafólks.

„Hvað varðar Ísland þá erum við að stefna að því að taka á móti fleirum kvótaflóttamönnum og einnig að samræma móttökuna sem hefur kannski verið Akkilesarhællinn í okkar kerfi. Ég held, og hef líka fengið það staðfest hjá Alþjóðaflóttamannastofnuninni, að við erum að gera vel þegar kemur að móttöku kvótaflóttamanna en síðan getum við gert miklu betur á öðrum stöðum.

Til að mynda þegar kemur að umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þurfa oft að bíða mjög lengi. Þannig hefur það verið forgangsatriði hjá okkur að stytta og samræma ferlið. Ég held að þetta sé mál sem við verðum að vera áfram með í fókus og gott að setja þau á dagskrá á Norðurlandaþingi því það er mjög mismunandi hvað löndin hafa verið að gera. Við stöndum alls ekki illa að vígi miðað við höfðatölu.“

Spurð út í að það að fólki sem hefur komið til Íslands frá Grikklandi og sótt um alþjóðlega vernd  á Íslandi og verið synjað er sent aftur til Grikklands á sama tíma og landið UNHCR. Þetta þarf að vera til stöðugrar skoðunar og aðstæður geta breyst mjög hratt til að mynda í kjölfar árásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands nýverið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert