Settur aftur í varðhald vegna alvarlegrar árásar

Maðurinn hefur verið handtekinn á ný og settur í gæsluvarðhald …
Maðurinn hefur verið handtekinn á ný og settur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. mbl.is/Eggert

Karlmanni um tvítugt hefur verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. nóvember vegna alvarlegrar líkamsárásar gegn 17 ára gamalli stúlku, sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október.

Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglu frá því síðastliðinn föstudag. Maðurinn hefur verið handtekinn á ný og færður í gæsluvarðhald.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem fór fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna.

Árásin var alvarleg, sem áður segir, og hefur komið fram í fréttum að málið hafi jafnvel verið rannsakað sem tilraun til manndráps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert