Páll nýr stjóri menntamálaráðuneytisins

Ákveðið hefur verið að skipa Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra …
Ákveðið hefur verið að skipa Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. mbl.is/​Hari

Ákveðið hef­ur verið að skipa Pál Magnús­son í embætti ráðuneyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu.

Páll Magnússon.
Páll Magnús­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Páll hef­ur fjölþætta mennt­un og reynslu af stjórn­un­ar­störf­um hjá hinu op­in­bera. Hann lauk meist­ara­gráðu í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og meist­ara­prófi í op­in­berri stjórn­sýslu frá Há­skóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guðfræði frá sama skóla. Frá ár­inu 2006 hef­ur hann starfað sem sviðsstjóri stjórn­sýslu­sviðs og bæj­ar­rit­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt um­bót­um á stjórn­sýslu bæj­ar­ins og m.a. haft for­göngu um inn­leiðingu gæðakerf­is. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll sat í stjórn Lands­virkj­un­ar frá ár­inu 2007 til 2011, þar af sem formaður frá 2007 til 2008, var vara­formaður út­varps­ráðs og síðar stjórn­ar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­ar­formaður Fjár­fest­inga­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili varamaður í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NIB). Á ár­un­um 1990-1998 var hann vara­bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007.

Páll hef­ur tals­vert sinnt mál­efn­um barna, m.a. með inn­leiðingu Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna hjá Kópa­vogs­bæ, en það verk­efni hef­ur leitt til sam­starfs bæj­ar­ins við UNICEF — barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna. Hann hef­ur setið í stjórn­um Vímu­lausr­ar æsku, Um­hyggju — fé­lags lang­veikra barna og Sjón­ar­hóls — ráðgjaf­armiðstöðvar.

Þrett­án sóttu um embættið og mat hæfn­is­nefnd fjóra um­sækj­end­ur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boðaði ráðherra þá í viðtal, þar sem ít­ar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn um­sækj­enda. Var það mat ráðherra, að Páll Magnús­son væri hæf­ast­ur um­sækj­enda til að stýra ráðuneyt­inu næstu fimm árin og leiða það um­bót­astarf sem er í far­vatn­inu. Það miðar að því að efla mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið, bæta verk­ferla og starfs­hætti svo meðferð mála verði eins skil­virk og frek­ast er unnt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka