Síldarvertíð ársins á síðustu metrunum

Glaðlegir starfsmenn Ísfélagsins á Þórshöfn gæddu sér á heimabakaðri súkkulaðiköku …
Glaðlegir starfsmenn Ísfélagsins á Þórshöfn gæddu sér á heimabakaðri súkkulaðiköku með kaffinu í hádegishléinu í gær, frá vinstri Karolin Rätt, Ulrika Palts, Avelin Rätt og Reivo Laast, öll frá Eistlandi. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Síldarvertíð er á síðustu metrunum og veiðar og vinnsla hafa gengið vel. Tregða hefur hins vegar verið á mörkuðum og er mikið af síld í frystigeymslum hérlendis og í kaupalöndunum í Austur-Evrópu.

Mikil framleiðsla hefur verið á síld í Noregi í ár og hafa Norðmenn verið grimmir í markaðssetningu. Þeir hafa lagt áherslu á að losna við vöruna og boðið kaupendum hagstætt verð. Útflytjandi, sem rætt var við í gær, sagði að vissulega væru síldarmarkaðir þungir um þessar mundir, en lítið fengist með því að troða vörum inn á markaðinn til að losa um geymslupláss.

Útgerðarmaður sagði að síldin færi hægar en oft áður og verðið væri ekkert sérstakt. Hins vegar væri þetta breytilegt eftir því hvað væri framleitt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sala á makrílafurðum frá vertíðinni í sumar hefur gengið mun betur og þar er staðan sögð eðlileg. Almennt hefur sala á uppsjávarafurðum gengið vel síðustu misseri og vörurnar selst á þokkalegum hraða og verði, eins og það var orðað í gær, „en núna erum við í fyrsta skipti í langan tíma að sjá smá brekku í síldinni“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert