Úða vökva yfir 150 kg af sprengiefni fyrir flutning

Kortið sýnir innri og ytri lokun rýmingarsvæðisins.
Kortið sýnir innri og ytri lokun rýmingarsvæðisins. Kort/Lögreglan á Suðurnesjum

Verið er að úða sérstökum vökva yfir sprengiefnið sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði í námunda við íbúðahverfi í Njarðvík til að gera það óvirkt fyrir flutning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að um væri að ræða 150 kíló af sprengiefni.

Óvíst hvenær íbúar geta snúið heim

Aðgerðin er tímafrek og ekki er víst hvenær þeim verðum lokið og íbúar innan hættusvæðið geti snúið aftur heim.

Athygli íbúa er þó vakin á því að engin hætta sé á ferðum og fólk er beðið um að halda ró sinni og virða öryggisráðstafanir sem búið er að gera.

Uppfært klukkan 20:40:

Lögreglan vonast til að geta hafið flutning innan klukkustundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert