Geta alltaf fylgst með trénu sínu

Guðmundarlundur. Börn úr Kópavogi njóta sérstakrar aðstoðar Guðna Th. Jóhannessonar, …
Guðmundarlundur. Börn úr Kópavogi njóta sérstakrar aðstoðar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, við gróðursetningu hríslu í skógarlundi. mbl.is/Árni Sæberg

Fólk sem kolefnisjafnar flugferðir sínar eða aðrar athafnir lífsins með því að kosta gróðursetningu trjáa í gegnum TreememberMe fær upplýsingar um staðsetningu og tegund trjánna og áætlaða kolefnisbindingu. Það getur því í fyllingu tímans heimsótt trjálundinn og skoðað trén.

TreememberMe vinnur með Skógræktinni sem sér um sáningu og gróðursetningu trjánna og heldur utan um skógana sem verða til. Skógarnir verða því í eigu þjóðarinnar.

Nýjungin hjá TreememberMe felst í því að það hefur þróað hugbúnað til að fólk geti séð hvar trjánum er plantað og af hvaða tegund þau eru. Það getur svo farið á staðinn og skoðað trén, í fyllingu tímans. „Við erum að reyna að gera plöntun trjáa aðgengilegri og skemmtilegri,“ segir Haukur Björnsson, einn eigenda félagsins, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

DoHop-flugleitarvélin býður öllum viðskiptavinum að kolefnisjafna ferðalög sín með aðstoð TreememberMe. Félagið hefur samið við fleiri fyrirtæki hérlendis og erlendis um kolefnisjöfnun. Öll skógræktin fer fram á Íslandi og má því leiða að því líkur að skógrækt á Íslandi verði gjaldeyrisskapandi, þegar fram líða stundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert